31.01.1950
Neðri deild: 36. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1180 í B-deild Alþingistíðinda. (1825)

88. mál, Bjargráðasjóður Íslands

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseti. Það eru tvær smávægilegar brtt., sem landbn. hefur gert við frv. og liggja fyrir á þskj. 272. Ég vil geta þess, að ég hef ekki náð í nema fáa nefndarmenn til þess að ráðgast við þá um þetta. En fyrri brtt. er aðeins orðalagsbreyting, þar sem óeðlilegt þykir að ákveða stofnun sjóðsins í lögum 1950, úr því hann er löngu til orðinn, og er því lagt til, að upphaf gr. orðist svo: „Bjargráðasjóður skal vera allsherjarsjóður fyrir alla landsmenn.“ Verði þessi till. samþ., leiðir af því, að síðasti málsliður greinarinnar fellur niður.

Hin brtt. er við 4. gr. og er einnig smávægileg. Þykir fara allt eins vel á því að segja, að fé, sem þarf að geyma fyrir sjóðinn, skuli ávaxtað í banka með ríkisábyrgð eins og takmarka það við Landsbankann eða Búnaðarbankann