25.02.1950
Efri deild: 62. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1192 í B-deild Alþingistíðinda. (1863)

119. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Það er óþarfi að hafa langar skýringar við þetta frv. Þær heimildir, sem nú eru til um fjárgreiðslur úr ríkissjóði, renna út 1. n.m., vegna þess að fjárl. hafa ekki verið afgr. því er nauðsynlegt, ef venjulegar greiðslur eiga ekki að stöðvast næsta miðvikudag, að framlenging fáist á þessum heimildum. Þetta frv. hefur þegar verið samþ. í Nd. í dag með þeirri breyt;, að heimildin gildi til 1. apríl, þannig að það sé um eins mánaðar framlengingu að ræða. Ég vil leyfa mér að fara þess á leit við hv. d., að þessu verði hraðað og málið afgr. í dag og ekki sett í nefnd.