30.03.1950
Neðri deild: 77. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1215 í B-deild Alþingistíðinda. (1908)

137. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Ég vil heldur vera kaffilaus, en láta undir höfuð leggjast að kippa hornsteininum undan þeirri byggingu, sem menn eru að reisa til framdráttar pólitískri baráttu sinni hér á þingi. Alþfl.- menn vita meira en þeir segja. Jafnskýrir menn og hv. þm. Alþfl. eru hafa ekki fylgzt vel með, ef þeir vita ekki, að það er staðreynd, sem ég segi.

Hv. þm. Hafnf. lagði skýr rök á borðið. Hann spurði, hví við hefðum orðið að framkvæma III. kafla l. nr. 100/1948 í heilt ár, úr því að leyfisgjöldin væru aðeins ætluð til að standa undir fiskábyrgðinni. Af því, að vilji stj. Sjálfstfl. var sá, að söluskatturinn skyldi gilda fyrir allt árið, en til þess að standa undir fiskábyrgðinni í 2 mánuði þurfti að framlengja leyfisgjöldin í eitt ár. Söluskatturinn á að leggjast á allt árið. Dettur þá nokkrum manni í hug, m.a. hv. þm. Hafnf., að leggja þurfi söluskatt á í heilt ár fyrir ábyrgðarverði, sem standa á í tvo mánuði? M.ö.o.: Spurningu þeirri, sem hann varpar fram sem ádeilu á stj. mína, er svarað af minni hálfu. Lagt er til, að söluskatturinn sé framlengdur í eitt ár. Talið er hins vegar, að leyfisgjöldin standi undir tveggja mánaða fiskábyrgð. — Þá gerir Framsfl. brtt. Segja má, að guð borgar fyrir hrafninn. Hæstv. fjmrh. er búinn að því. Brtt. þessi var borin fram til að knýja fram þær aðgerðir, sem lofað var af hálfu fyrrv. ríkisstj.

Jafnmætir menn eiga ekki að vera að gera hlut sinn óþarflega lítinn. Frv. ber annars allt með sér, svo að eigi er ástæða til frekari leiðbeininga. Þarf því ekki að vera að leika hér neinn gleðileik.