19.12.1949
Efri deild: 17. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (191)

50. mál, tekjuskattsviðauki 1950

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. Fjhn. hefur athugað þetta mál, og voru þá mættir á fundi allir nm. nema hv. 1. landsk. Voru allir, sem á fundi þessum voru, sammála um, að fjárhag ríkisins væri því miður ekki þannig háttað, að hægt væri að sleppa þeim tekjum næsta ár, sem leiðir af þessum skatti, sem gilt hefur undanfarin ár. Fjhn. leggur því til, að hv. d. samþykki þetta frv. óbreytt.