31.03.1950
Efri deild: 86. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1257 í B-deild Alþingistíðinda. (1953)

137. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Frsm. 2. m.inni hl. (Haraldur Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég hef af þeim upplýsingum, sem hér hafa komið fram við umr. um málið, ekki fengið neina sönnun fyrir því, að þörf sé á þeim tekjuauka, sem hér er um að ræða fyrir ríkissjóðinn og áætlaður hefur verið um 40 millj. kr., til þess að standast útgjöld á fjárl. Ég leyfi mér því að taka upp brtt. þá, sem flutt var í hv. Nd., þess efnis, að heimildin til innheimtu þessa gjalds, sem hér um ræðir, gildi fyrst um sinn til aprílloka n.k. Fyrir þann tíma ætti að geta verið séð um þörfina á þessum tekjulið vegna fjárl. — Það breytir ekki afstöðu minni til málsins. hvort þessi brtt. verður samþ. eða ekki. En ég vil reyna samt sem áður að færa frv. til þess horfs, sem ég tel þó skárra. — Ég fullyrði, að ekki hafi upplýsingar komið fram í hv. þd., sem neinum þm. geti næg,t til þess að hafa aðstöðu til að meta það, hvort rétt geti talizt, að þessi skattur sé nauðsynlegur eða ekki. En brtt. mín er þannig: „1. gr. orðist svo: Ákvæðin um tekjuöflun, sem sett voru í III. kafla laga nr. 100/1948, skulu gilda til 30. apríl 1950, að 30. gr. undantekinni.“ Það er að segja, að það tvöfalda gengi. sem ætlazt er til, að farið verði út í að framkvæma, með því að taka upp sérstakt verð á ferðagjaldeyri og því, sem greitt er fyrir bila, verði fellt niður. — Vil ég svo biðja hæstv. forseta að leita afbrigða fyrir þessari skrifl. brtt.