31.03.1950
Efri deild: 86. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1258 í B-deild Alþingistíðinda. (1956)

137. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Gísli Jónsson:

Forseti. Ég tek ekki til máls út af þessum brtt. Mér fyndist ekki óeðlilegt, að þetta hefði staðið í frv. upphaflega. En eins og hv. þdm. er ljóst, þarf að ljúka þessu máli nú í dag. En mér þykir rétt að minnast á í sambandi við þetta, hvort ekki sé rétt að taka þetta mál til athugunar enn frekar fyrir 30. apríl, ef hugarfarsbreyt. er orðin hjá hv. Alþfl., þannig að hv. Alþfl: menn séu tilbúnir til að skera niður nægilega mikið af útgjöldum ríkisins, til þess að þá verði séð, hvort ríkissjóðurinn þolir að fella þetta niður aftur, sem hér er frv. um að samþ. Ég sé því ekki, að það sé neinu spillt, þó að þetta sé samþ. nú, fyrst hv. flm. brtt. ætlast til þess, að þessar tekjur ríkisins séu framlengdar í einn mánuð nú, en þá sé tækifæri til að ræða þessar breyt., sem ég nefndi, ef hv. Alþfl. hefur tekið hugarfarsbreyt. Og ég er fús til að ræða þau mál, þegar maður sér, hvernig þetta verður.