31.03.1950
Neðri deild: 80. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1294 í B-deild Alþingistíðinda. (2049)

44. mál, verðlag, verðlagseftirlit og verðlagsdómur

Einar Olgeirsson:

Mér þykir mjög vænt um þessa ræðu hæstv. ráðh. og skilning hans á valdi verðgæzlustjóra. Ég mun leyfa mér til þess að tryggja, að honum verði að von sinni, að flytja brtt. við 1. gr., um að aftan við hana bætist: „og koma í veg fyrir svartan markað, gjaldeyrisbrask, óleyfilegan vöruinnflutning og vörusölu í landinu.“ Þá er ekki um að villast, að þessi maður hefur það vald, sem hæstv. ráðh. talaði um, og verðlagsdómstóllinn líka. Þá á þessi maður einhverja aðra 1eið en að segja af sér, ef fjárhagsráð hylmar yfir með alls konar svindli í landinu. Ég vona þess vegna, að þegar þetta frv. kemur til 3. umr., geti samkomulag orðið um að bata þessu aftan við 1. gr., svo að ekki sé hægt að villast um, hvernig eigi að skilja þetta.