31.03.1950
Neðri deild: 80. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1294 í B-deild Alþingistíðinda. (2052)

44. mál, verðlag, verðlagseftirlit og verðlagsdómur

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil ekki ganga inn á að allt, sem Ed. hefur gert, sé rétt. Þegar málið á eðli sínu samkvæmt að fara í fjhn., þá vil ég það fari þangað, án þess að mig langi til að fá það í þá n., sem ég er í. Það hefur komið fyrir í þessari d., að mál hafa verið sett í aðra n. en Ed. hefur gert. T. d. hefur það mál, sem hefur verið í allshn. hér, verið í heilbr.- og félmn. í Ed. Ég held, að það sé rétt fyrir okkur að haga okkur eftir eðli málsins og vísa þessu frv. til fjhn.