25.04.1950
Neðri deild: 88. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1330 í B-deild Alþingistíðinda. (2106)

44. mál, verðlag, verðlagseftirlit og verðlagsdómur

Forsrh. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseti. Ég vil geta þess, eins og hv. þm. V-Húnv., að ég tel, að ákvæði frv. séu einmitt þann veg, að það eigi einmitt að útiloka það, sem hér er verið að fara fram á, svo að það er í raun og veru óþarfi. Ég tel rétt, að það komi skýrt fram, að þeir hlutir, sem hér er um að ræða, komi ekki fyrir, en það kemur líka fram í frv., og er því óþarfi að vera að tefja málið með þessari brtt. Segi ég því nei.