15.05.1950
Neðri deild: 104. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1366 í B-deild Alþingistíðinda. (2217)

106. mál, útsvör

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég benti á við 1. umr. þessa máls, að eðlilegt væri að leita umsagnar og álits fleiri aðila um þetta mál. Í Ed. var málið tekið til meðferðar af hv. allshn. þeirrar d. og gefið út nál., sem liggur fyrir á þskj. 508. Sem fskj. með nál. eru birtar umsagnir um frv. frá bæjarstjórn Rvíkur og hreppsnefndum Seltjarnarnes- og Kópavogshreppa, sem n. hafði leitað álits hjá. Mér virðist einkennilegt, ef þessar tvær hreppsnefndir og þessi eina bæjarstjórn eru einu aðilarnir í landinu, sem hafa um mál sem þetta að segja.

Ég vakti athygli á því þegar við 1. umr. þessa máls, að réttara væri að leita umsagnar fleiri hreppsfélaga um þetta mál, sem n. m átti vera kunnugt um, að hefðu hagsmuna að gæta, er mál sem þetta liggur hér fyrir. Mér virðist svo, að hv. allshn. hafi tekið lausatökum á þessu máli. Mér fyndist heppilegra, að málið hvíldi sig um nokkurn tíma og hv. allshn. gæfi fleiri aðilum tækifæri til að athuga þetta mál og segja álit sitt um það. Það ríður á því, að hér sé farið að með gætni, því að fleiri breyt. munu sjálfsagt verða gerðar á útsvarslöggjöfinni. Ég mun því ekki treysta mér til þess að greiða atkvæði með málinu.