15.05.1950
Neðri deild: 104. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1367 í B-deild Alþingistíðinda. (2218)

106. mál, útsvör

Frsm. meiri hl. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Út af því, sem hv. síðasti ræðumaður sagði, þá leyfi ég mér að benda á, að það stenzt ekki, að eigi hafi verið leitað umsagnar fleiri sveitarfélaga, en hann gat um. Um það má sannfærast, ef hv. þm. les fylgiskjal nr. II, sem prentað er hér með frv. — Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta, en þetta mál hefur verið mikið rætt á undanförnum árum, eins og fram kemur í umsögn Sambands íslenzkra sveitarfélaga.