15.12.1949
Efri deild: 14. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í B-deild Alþingistíðinda. (223)

54. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Við 1. umr. þessa máls beindi ég þeirri spurningu til hæstv. ráðh., hvort hagur ríkissjóðs væri það góður, að ekki mundi þurfa að auka tekjuöflun hans á einn eða annan veg. Ég benti á, að ef þess þyrfti, þá teldi ég, að sá óþarfi, sem hér er hækkaður tollur á, — og talaði um 1. gr., mundi vera eitt af því, sem hvað helzt þyldi að hækka toll á, svo að tekjur ríkissjóðs ykjust. Nú sé ég, að n. hefur orðið sammála um, að frv. verði samþ. óbreytt, nema einn nm., sem hefur verið fjarstaddur. Tel ég þá líklegt, að hún hafi talað við ráðh., og skil það svo, að það væri allt í lagi með tekjuöflun ríkissjóðs og þess vegna engin þörf á hækkun hér.