15.12.1949
Efri deild: 14. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í B-deild Alþingistíðinda. (224)

54. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Nefndin átti ekki sem slík tal við hæstv. ráðh. um þetta atriði. Hinu get ég lofað hv. 1. þm. N–M., að minnzt verði á þetta við hæstv. fjmrh. milli 2. og 3. umr., hvort hann óski eftir breytingu á. frv. Þetta er stjfrv., og það var þess vegna ekki ástæða til þess fyrir n. að spyrja hæstv. stj. um það, hvort hún vildi meiri hækkun. Ég geri ráð fyrir því, að ef hæstv. fjmrh. hefði óskað eftir meiri hækkun, en hér er gerð, þá hefði hann komið með brtt. um það. En til þess að enginn misskilningur komi til greina, skal ég sjá um, að minnzt verði á þetta atriði við hæstv. fjmrh., hvort sérstaklega er óskað eftir hækkun í þessu tilfelli.