10.03.1950
Efri deild: 70. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1394 í B-deild Alþingistíðinda. (2247)

110. mál, sala nokkurra jarða í opinberri eigu

Forseti (BSt):

Út af þessari áskorun hv. þm. skal ég taka það fram, að ég tel þetta vafalaust, ef hægt er að líta svo á, að hreppurinn eigi jörðina. Heimilt er það líka, þótt ríkið ætti jörðina, því að þá væri þetta eins konar gjöf. En hættan liggur í því, að þriðji aðili eigi jörðina, og áður en ég kveð upp úrskurð í því máli, verð ég að taka mér frest.