13.03.1950
Efri deild: 71. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1396 í B-deild Alþingistíðinda. (2252)

110. mál, sala nokkurra jarða í opinberri eigu

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég sé nú ekki ástæðu til að ræða málið, þar sem sú till., er ég ætlaði aðallega að gera að umtalsefni, er tekin aftur, og meðan hún hvílir sig, mun ég ekki minnast á hana, úr því að hv. 1. þm. N-M. hefur nú farið að mínu ráði, en ég taldi heppilegast að taka allar jarðirnar í einu, enda hef ég lofað honum að styðja hans þáltill. En eins og gefur að skilja, er ég eftir sem áður samþykkur brtt. okkar í landbn. á þskj. 411 og greiði þeim mitt atkv.