09.05.1950
Neðri deild: 98. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1399 í B-deild Alþingistíðinda. (2265)

110. mál, sala nokkurra jarða í opinberri eigu

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Herra forseti. Ég vil segja það í sambandi við orð hv. síðasta ræðumanns, að hér er eigi um það að ræða, hvort menn vilji búa í sveit eða ekki, heldur hitt, hvort rétt sé, að ríkið kaupi eða selji þessar jarðir. Menn vilja segja, að kaupi ríkið ekki þessa jörð, þá sé ekki hægt að búa þar. Engin rök hafa heldur verið færð fyrir því á þessum fundi, hvort rétt sé að kaupa jörðina. Málið verður að liggja ljóst fyrir. Er ég ekki á móti því, síður en svo, að frestað verði að taka ákvörðun um málið og beðið sé eftir álitsgerð frá landbrn. Ég hvorki vil né get mælt með málinu fyrir hönd landbn.