15.05.1950
Efri deild: 106. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1401 í B-deild Alþingistíðinda. (2277)

110. mál, sala nokkurra jarða í opinberri eigu

Bernharð Stefánsson:

Virðulegi forseti. Sem flm. þessa frv. vil ég taka það fram, að ég er frsm. landbn, sammála um það, að frv. hafi verið skemmt í Nd., og þá sérstaklega með ákvæðinu varðandi 1. lið 1. gr., sem kemur í bága við lögin um erfðaábúð og óðalsrétt. En í því trausti, að þetta mál verði framkvæmt svo, að tekið verði tillit til þeirra laga, sem jörðin á að seljast eftir, þá sé ég ekki ástæðu til að senda frv. aftur til baka, því að á hitt ber líka að líta, að ef ábúanda þykja kostirnir óaðgengilegir, þá kaupir hann ekki, og er þá skammt að bíða næsta þings með breytingu á 1., ef til kemur.