03.03.1950
Efri deild: 68. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1480 í B-deild Alþingistíðinda. (2384)

103. mál, skógrækt

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég vil benda á, út af fyrirspurn hv. aðstoðarfrsm., að landbn. notar tvö orð í sínum till.: skógræktarsvæði og trjáræktarreitur. Ef þau merkja það sama, þá er óþarfi að hafa tvö orð. Ef þau merkja sitt hvað, þá er líklegt, að hann viti það. Þess vegna á hann ekki að spyrja okkur, heldur svara sjálfur.