09.05.1950
Efri deild: 103. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1484 í B-deild Alþingistíðinda. (2412)

103. mál, skógrækt

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að verða langorður um þetta mál.

Landbn. kom saman í morgun til að ræða brtt., sem fyrir lágu í málinu. Fjórir þm. voru mættir. Hv. 4. þm. Reykv. var ekki viðstaddur. N. mælir með því, að þær brtt., sem fyrir lágu, verði samþ., brtt. frá hæstv. dómsmrh. og brtt. frá mér.

Að öðru leyti er búið að ræða málið svo, að að ég sé ekki ástæðu til að lengja frekar umr.