09.05.1950
Efri deild: 103. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1485 í B-deild Alþingistíðinda. (2415)

103. mál, skógrækt

Gísli Jónsson:

Ég skal ekki lengja umr. um það, hvað borið er á borð fyrir hv. þm. Ég vil aðeins benda á, að það stríðir á móti réttarvenjum, að ekki sé hægt að áfrýja mati, og þykir mér undarlegt, að slíkt skuli koma fram frá margra ára dómara. Ég mun því verða á móti brtt., eins og ég sagði.