28.04.1950
Neðri deild: 90. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1503 í B-deild Alþingistíðinda. (2479)

93. mál, jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum

Ásmundur Sigurðsson:

Herra forseti. Ég veit um það, að hæstv. landbrh. kom í fjvn., og hann hefur lagt til, að 1 millj. kr. verði veitt á fjárl. Má vera, að það verði gert, en það er þó ekkert búið að ákveða um það enn þá. Hinu mótmælti hæstv. fjmrh. ekki, sem ég fullyrti, að ekki mundi af veita að halda áfram með sömu fjárveitingar á næsta ári eða árum, ef standa ætti við fjárveitingarákvæði þessara l., til þess að þau héruð á landinu, sem ekki hafa notið hlunninda samkv. þessum l., yrðu ekki afskipt. Og hæstv. fjmrh. mótmælti því ekki, að vandræðin með þetta mál nú, sem eru hreint ekki lítil, eru aðeins vegna þess, að búið er að fella niður framlagið, sem fyrst og fremst efnaðri borgarar landsins áttu að leggja til þeirrar viðreisnar, sem átti að gera með dýrtíðarl. frá 1947. Þeir hafa ekki verið látnir leggja fram fé í þessu skyni, en almenningur er látinn leggja fram sitt framlag til þessa, en núv. ríkisstj. hefur þóknazt að leggja þetta alveg niður.