25.02.1950
Efri deild: 61. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í C-deild Alþingistíðinda. (2560)

104. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Herra forseti. Ég hélt, að ef til vill hefði einhver verið búinn að kveðja sér hljóðs, en fyrst svo er ekki, þá ætla ég að segja hér örfá orð. Það eru nú stærri mál en þetta, sem upptaka hugi manna (frv. ríkisstj. um gengisskráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framleiðslugjöld o. fl. og þáltill. um vantraust á ríkisstjórnina), svo að menn hafa hugann ekki eins fastan við þetta mál. Það gerist því ekki þörf langrar ræðu, enda hef ég reifað málið áður, en eins vildi ég óska í sambandi við afgreiðslu þessa máls, og það er, að hv. þm. Barð. tæki aftur till. sína til 3. umr., svo að umr. þessi þyrfti ekki að vera lengri, en nauðsyn krefur.