25.02.1950
Efri deild: 61. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í C-deild Alþingistíðinda. (2563)

104. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég gat þess þegar þetta mál var til umr. síðast, að ég teldi óviðfelldið að afgr. frá sama þingi tvenn l. um breyt. á sömu gr. skattal., og óskaði eftir því við n., að hún tæki til athugunar, hvort ekki væri rétt, samhliða því, sem hún afgr. þetta mál, að taka til yfirvegunar þskj. 86, sem gerir ráð fyrir breyt. á 10. gr. skattal., sömu gr. og gert er ráð fyrir að breyta nú með frv. á þskj. 281, sem við erum að ræða. Nú er liðinn langur tími síðan, og vafalaust hefur n. haldið fundi og athugað þetta, og þess vegna hef ég leyft mér að spyrjast fyrir um það hjá n., hvað henni fyndist um þetta. Breyt., sem gert er ráð fyrir að setja á með frv. á þskj. 86 við 10. gr., á að leyfa meiri frádrátt fyrir kvenmann, sem vinnur í stað konu á heimilinu, ef konan vinnur utan heimilis, svoleiðis að það fáist ekki fullur en nokkurn veginn fullur frádráttur fyrir þeirri húshjálp, sem gift kona, sem vinnur utan heimilis, þarf að greiða til þess að geta unnið utan heimilis. Mér virðist þetta mál sanngjarnt og skil ekki í öðru en að flestum dm. finnist það, og ef svo væri, mundi von á því síðar að þingið samþ. önnur l. um breyt. á sömu gr. skattalaganna. Hitt er svo annað mál, hvort n. sér sér fært að breyta 12. gr. í því frv., ég er efins í, að hún mundi þora að leggja í hana. En sú breyt., sem lagt er til að gera við 10. gr. á þskj. 86, held ég, að sé alveg sanngjörn, og þá finnst mér fjarstæða á sama þingi að samþ. tvenn l. um breyt. á sömu gr. skattalaganna. Þess vegna óska ég að fá að vita hjá n., hvort hún hefur ekki athugað þetta síðan því var hreyft víð n., og vona, að hún sjái sér fært að láta það uppi nú, hvort hún ætlar að leggjast á móti breyt., sem er við 10. gr., á. þskj. 86. Ef það er, þá er hennar sjónarmið skiljanlegt, en þá á líka þd. að skera úr því strax. Það er hægt við 3. umr. að taka upp breyt. á þskj. 86 og flytja hana við þetta frv., en vitanlega er það n. að haga vinnubrögðum á hagkvæman hátt. Ég bíð eftir að heyra, hvað n. segir.