25.02.1950
Efri deild: 61. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í C-deild Alþingistíðinda. (2565)

104. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Hv. 1. þm. N-M. var að segja fyrir um vinnubrögð hjá fjhn., og er ekki nema sjálfsagt að taka til athugunar það, sem hann segir og kann eitthvað að vera með réttu og þannig, að betur megi fara um það efni. En eins og ég gat um, þegar ég ávarpaði hv. þm. Barð. og bað hann að taka aftur sína till. til 3. umr., þá var það út frá því, að, n. ætlar sér að halda fund um þá till. og ræða hana, og þá um leið mundi hún taka þetta mál, sem er hitt frv., og ræða það líka og athuga um samfellingu. En ég get engu lofað fyrir hönd n., ég er ekki ríkið, eins og kannske hv. 1. þm. N-M., þegar hann talar fyrir hönd landbn.