09.05.1950
Efri deild: 103. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í C-deild Alþingistíðinda. (2581)

104. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins beina því til hæstv. forseta að mér er ekki kunnugt um það, hvort það er hægt eftir þingsköpum, að þm. geti tekið frv. aftur hvenær sem er, eftir að brtt. eru komnar fram við það. Ég vildi því beina því til hæstv. forseta, hvort ekki sé hægt að hafa atkvgr. um málið, þrátt fyrir framkomnar óskir hv. flm. Ég þori ekkert að fullyrða þetta, því að ég er nú ekki svo kunnur þingsköpum.

Út af orðum hæstv. landbrh. um, að margar af brtt. væru óæskilegar, þá vil ég leyfa mér að mótmæla því, að minnsta kosti hvað snertir till. núna á þskj. 607, og ef það á að breyta l. á annað borð, þá er ekki óeðlilegt, að fram komi brtt. svipaðar þeirri. En hitt get ég fúslega viðurkennt, að frv. sjálft kann að vera svo úr garði gert í upphafi, að flm. óski ekki eftir því, að það nái fram að ganga.