11.05.1950
Efri deild: 104. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í C-deild Alþingistíðinda. (2589)

104. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (BSt) :

Þar sem nefnt frv. hefur verið tekið upp aftur, þó að hv. flm. hafi dregið það til baka, þá mun það verða tekið á dagskrá. — En það eru mörg mál á dagskránni í dag, og er ekki sýnt, að þessari dagskrá, sem liggur fyrir þessum fundi, verði lokið, og hefði þá að sjálfsögðu verið litlu nær, þótt þetta nefnda mál hefði staðið einhvers staðar á þessari dagskrá. En þetta mál verður, sem sagt, tekið á dagskrá, því að ég skoða það, samkv. þingsköpum, sem fyllilega lifandi mál enn.