21.02.1950
Neðri deild: 49. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í C-deild Alþingistíðinda. (2689)

37. mál, sveitarstjórar

Frsm. (Jónas Rafnar):

Herra forseti. Í tilefni af ræðu hv. þm. V-Húnv. (SkG) vildi ég segja nokkur orð.

Mér skilst, í sambandi við það, að gert er ráð fyrir, að l. muni ná til þeirra hreppa, þar sem fleiri en 500 íbúar búa í kauptúni, og komi sveitarstjóri til með að gegna hreppstjórastörfum, að þá muni hann eigi fá laun fyrir þau að auki, heldur verður sú þóknun hluti af launum hans. Það er álitamál, hvort setja ætti þetta inn í frv.: að sveitarstjórar gegni hreppstjórastörfum. Rétt er, að eigi er þörf á því. Það hefði verið hægt að sameina þessi tvö embætti án nýrrar lagasetningar.