05.01.1950
Neðri deild: 22. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í B-deild Alþingistíðinda. (269)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Fjmrh. (Björn (Ólafsson):

Herra forseti. Mér þykir það leitt, en ég sé, að dálítil villa hefur slæðzt inn í frv. Þegar síðasta gr. var orðuð, hefur verið sett „tollverði“, en til þess var ætlazt, að það væri af „cif-verði“, og veldur það dátítilli breytingu, eða allt að 3–4%. En villuna mun ég ræða við hv. fjhn., er hún hefur fengið frv.

Ég ætla ekki að fara neitt út í að svara hv. þm. Siglf. (ÁkJ) í sambandi við ummæli hans um söluna til Rússlands. Ég vildi aðeins vekja athygli á því, sem hann sagði um ísfisksöluna til Rússlands. Ég var í Rússlandi um þessar mundir, og við gengum á eftir þeim um að leyfa það, að einn til tveir togarar fengju að sigla þangað til reynslu með ísfisk, en þeir sögðust ekkert hafa með hann að gera. Slagorð sósíalista um þetta eru því algerlega úr lausu lofti gripin, eins og fyrri daginn.