27.03.1950
Efri deild: 81. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í C-deild Alþingistíðinda. (2724)

37. mál, sveitarstjórar

Frsm. meiri hl. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Ég vildi aðeins leiðrétta misskilning, sem kom fram í ræðu hv. þm. Barð. (GJ). Ég ræddi um sorgleg viðskipti bæjarstjóra og bæjarstjórna, en ég kenndi slíkt alls ekki bæjarstjórunum, heldur því fyrirkomulagi, sem er á þessum málum, og tel ég nauðsyn að fyrirbyggja, að slíkt komi einnig fyrir hér. Ég vil því eindregið bera af mér þá ásökun, að ég hafi sérstaklega hallað á bæjarstjórana, því að ég tel ekki, að þetta sé þeim að kenna. Það er alveg rétt, að þeir geta auðvitað leitað til dómstólanna til að fá leiðréttingu mála sinna, en þeir gera slíkt ekki fyrr, en í fulla hnefana, enda seinfær leið. — Ég sé svo ekki ástæðu til að ræða þetta frekar.