03.03.1950
Neðri deild: 59. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 107 í C-deild Alþingistíðinda. (2804)

23. mál, viðskiptasamningar milli Íslands og Póllands

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Mál þetta, sem er komið frá hv. Ed., er staðfesting á brbl., sem sett voru á s. l. sumri út af gengisfellingu pundsins gagnvart Bandaríkjadollar, og gengur í þá átt, að útflytjendur, sem selja til Póllands, fái sama verð í íslenzkum krónum eins og ef kaupgengi dollarsins væri sama og áður, en ekki 9,32 kr., eins og nú er, og er þetta nauðsynlegt, til þess að ríkisstj. þurfi ekki að standa skil á þeim mismun, sem þarna myndast.