05.01.1950
Neðri deild: 22. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í B-deild Alþingistíðinda. (283)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Atvmrh. (Jóhann Jósefsson):

Hv. þm. Siglf. hefur nú upplýst, að Þjóðviljinn hafi verið sóttur til saka fyrir óhróður sinn. Þessi þm. hefur hér gerzt málpípa Þjóðviljans. Það er gott. Þá getur hann leitt trúnaðarmann, eða fyrrverandi trúnaðarmann (það er víst búið að segja honum upp stöðunni), L.Í.Ú. sem vitni í málinu. Ég vissi, að það stóð til að stefna þeim, sem borið hafa út óhróðurinn um S.Í.F., og hv. þm. Siglf. kannaðist nú við, að sú málshöfðun væri hafin. Ég segi ekki annað en það, að það er lítill vandi fyrir óhlutvanda menn að æsa til óhróðurs í þjóðfélaginu, ef þeir eru ekki vandari að heimildum til að byggja málatilbúnað sinn á, en Londonar-Zoéga þessi lagði Þjóðviljanum í hendur sem áróðursvopn í kosningum.