06.05.1950
Neðri deild: 96. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í C-deild Alþingistíðinda. (2920)

65. mál, jeppabifreiðar

Frsm. (Ásgeir Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. er orðið allgamalt hjá þessari hv. d. og vafasamt, að það nái fram að ganga, þar sem skammur tími er nú til stefnu. Ég skal ekki halda langa framsöguræðu, því að ég get látið mér nægja að vísa til nál. Einn nm. vill vísa frv. frá eins og hann mun gera grein fyrir. Í brtt. n. er annars bara um eina efnisbreyt. að ræða, þ. e. að þeir, sem eiga jeppabifreiðar og hlunninda njóta samkvæmt 2. gr. l. um bifreiðaskatt frá 1949, verði háðir sömu reglum og þeir, sem eiga heimilisdráttarvélar. Hér er um að ræða jeppabifreiðar, sem notaðar eru til landbúnaðarstarfa, en þær eru í 2. gr. l. undanþegnar skatti samkv. e-lið 1. gr. Að öðru leyti er frv. óbreytt. Einstakir nm. munu gera grein fyrir afstöðu sinni.