06.05.1950
Neðri deild: 96. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í C-deild Alþingistíðinda. (2925)

65. mál, jeppabifreiðar

Jón Pálmason:

Herra forseti. Ég hef nú ekki miklu við að bæta í sjálfu sér, því að engin rök hafa komið fram um það, að nauðsyn sé á þessu frv., hvorki frá hv. frsm.hv. 5. landsk. Aðalatriðið er, að þetta frv., sem hér liggur fyrir, er gersamlega óþarft, og Alþ. hefur annað þarfara við tímann að gera en eyða honum í slíkt mál. Hér liggja 12 mál á dagskránni, er mörg eru mikilvæg. Ef þessi tæki verða flutt inn og hæstv. ríkisstj. eru fengnar reglur um úthlutunina, þá verður að breyta reglugerð ráðh. og taka inn í hana það, sem vera vill, úr brtt. landbn. Legg ég áherzlu á, að hv. d. samþykki till. mína um að vísa málinu til hæstv. ríkisstj.