10.01.1950
Neðri deild: 25. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í B-deild Alþingistíðinda. (313)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Út af fram kominni brtt. frá þm. V-Húnv. (SkG) vil ég taka það fram, að ríkisstj. er á móti öllum þeim breyt. á frv., sem valdið gætu töfum á afgreiðslu málsins. Eins og öllum hv. þm. er kunnugt, þá er afgreiðsla málsins nauðsyn, til þess að útgerð geti hafizt. Tafir á afgreiðslu málsins eru því sama og tafir á því, að útgerð hefjist. Þeim mun síður þykir mér ástæða til, að farið v erði nú inn á þær brautir, sem valdið geta töfum á því, að útgerð hefjist, þegar um er að ræða væntanlega örstutta framlengingu á ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið með vitund og vilja flestra þeirra þm., sem sæti eiga í þessari hv. d., auk þess sem væntanlega gefst tækifæri innan örfárra vikna að leiða til lykta á öðrum grundvelli þau ágreiningsatriði, sem í þessu máli felast. Þetta vona ég, að hv. þm. geti fallizt á, og vil því leyfa mér að vona, að ekki verði haldið hér til streitu till., sem valdið geta verulegum töfum á afgreiðslu málsins. Mér er því skapi næst að mælast til við þm. V-Húnv., að hann taki brtt. sína aftur til 3. umr.