25.11.1949
Efri deild: 5. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í C-deild Alþingistíðinda. (3133)

8. mál, iðnaðarmálastjóri og framleiðsluráð

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Ég sé nú ekki ástæður til að ræða þetta mál mikið nú, en ef það fer til n., mun ég gefa henni allar þær upplýsingar, er ég get í té látið.

Aðalástæðan til þess, að frv. kom ekki fram á síðasta þingi, er sú, að ég var ekki alls kostar ánægður með það form, sem á því var. Það var rétt, sem hv. flm. sagði, að ég hafði hug á, að það gæti komið fram á síðasta þingi, en úr því varð nú ekki. Frv. er um margt athyglisvert, en hins vegar eru þar nokkur atriði, sem ég hefði óskað að væru öðruvísi, og mun ég gera hv. n. grein fyrir því og gefa henni aðrar upplýsingar, er að því kemur.