10.01.1950
Neðri deild: 25. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 121 í B-deild Alþingistíðinda. (316)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. Ég tek ekki til máls hér sem frsm. fjhn., en vil þó upplýsa, að till. kom fram í fjhn. um að taka þennan svo nefnda frílista í lög. Ég lýsti því þá yfir, að þar sem framlenging þessara laga gilti ekki nema til 1. marz og væri þess vegna ekki nema um nokkurra vikna framlengingu að ræða á ráðstöfunum, sem fyrrv. ríkisstj. hefði gert, væri ekki ástæða til að taka þennan lista í lög nú. En það var sem sagt miðað við, að till. um allsherjar lausn allra þessara mála lægi fyrir fyrir 1. marz. Hins vegar kæmi til mála að lögfesta þetta, ef engin lausn yrði fundin fyrir 1. marz og framlengja þyrfti þetta leyfi. Þetta þótti mér rétt að láta koma fram í þessu sambandi.