31.01.1950
Efri deild: 45. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í C-deild Alþingistíðinda. (3163)

45. mál, fiskimálasjóður

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Út af orðaskiptum hæstv. dómsmrh. og hæstv. forseta vil ég mega segja það, að ég skildi ummæli hæstv. forseta svo, að hann vildi taka til athugunar að fresta ekki atkvgr. um mál, er umr. er lokið og hv. þd. er ályktunarfær, og þá væntanlega í samráði við aðra forseta þingsins, því að ég tel ekki til neinna bóta, ef önnur deild þingsins tæki upp þetta sem reglu, en ekki hin hv. þd. Mér virðist réttast, að í báðum hv. þd. gildi hið sama í þessu efni og að hæstv. deildaforsetar athuguðu það þá sín á milli og tækju í sameiningu ákvörðun um þetta atriði.