10.01.1950
Neðri deild: 25. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 121 í B-deild Alþingistíðinda. (317)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Út af ósk hæstv. forsrh. um, að ég taki till. mína til baka, þá get ég ekki orðið við þeim tilmælum vegna þess, að verði þessi till. mín samþ. nú við 2. umr., þá hef ég hugsað mér að flytja till. um, að lýsið verði bætt upp að vissu lágmarki. Mér er kunnugt um, að ýmsir útgerðarmenn telja það heppilegri lausn en bæta því á frílistann. Auk þess tel ég mjög áheppilegt, að ríkisstj. hafi heimild til að auka við listann yfir frílistavörurnar, jafnvel þó að slíkar ákvarðanir ættu ekki að gilda nema skamman tíma.