16.02.1950
Efri deild: 56. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 311 í C-deild Alþingistíðinda. (3181)

45. mál, fiskimálasjóður

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Fyrir nokkrum dögum minntist hæstv. dómsmrh. á það í þessari d., hvort forseti vildi ekki taka til athugunar, að tekin yrði upp sú regla hér í Ed. að láta fram fara atkvgr. hvernig sem á stæði, svo framarlega sem d. væri ályktunarfær, en sinna ekki óskum um að fresta atkvgr., þó að um það væri beðið. Nú vil ég gjarnan óska að heyra frá hæstv. forseta, hvort hann hefur athugað þetta mál og hvort hann hefur þegar ákveðið, að sú venja skuli tekin upp, en sé það ekki, þá hvort hann vilji ekki fresta þessari atkvgr. nú til næsta þingfundar. Ég set mig ekki á móti atkvgr. nú, ef þessi regla hefur verið tekin upp.