16.02.1950
Efri deild: 56. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 311 í C-deild Alþingistíðinda. (3182)

45. mál, fiskimálasjóður

Forseti (BSt) :

Út af þessu vil ég taka fram, að ég sé mér ekki fært að hafa um þetta aðra reglu í þessari d. en viðhöfð er í Sþ. og Nd. Nú hefur það verið venja að taka nokkurt tillit til þess háttar óska að fresta atkvgr. á öllum fundum í þinginu, og sé ég ekki fært að vera svo strangur að láta atkvgr. skilyrðislaust fara fram, þó að óskað sé, að henni sé frestað. Því hef ég þá reglu, ef ekki liggur sérstaklega á, að fresta atkvgr. í eitt skipti, en þá verður málið til atkvgr. á næsta fundi og fer þá fram. Allir þm. fá dagskrá, og geta þeir þá engum um kennt nema sjálfum sér, ef þeir eru ekki þá við atkvgr. Af þessum sökum mun ég nú fresta atkvgr. um málið. Er því atkvgr. frestað og málið tekið af dagskrá,