17.04.1950
Neðri deild: 84. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í C-deild Alþingistíðinda. (3202)

45. mál, fiskimálasjóður

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Ég var ekki viðstaddur, þegar fundurinn var settur, og verð því að biðja afsökunar á því, að ég kveð mér hljóðs utan dagskrár, milli mála. En ástæðan til þess, að ég kveð mér hljóðs, er sú, að mig langar að vita, hvað dvelur frv. til l. um breyt. á l. um fiskimálasjóð, en það var afgr. frá sjútvn. þessarar d. fyrir nokkru síðan, og meiri hl. n. leggur áherzlu á, að það komi til afgreiðslu í d. eins fljótt og hægt er.