25.04.1950
Efri deild: 93. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 359 í C-deild Alþingistíðinda. (3243)

60. mál, notendasímar í sveitum

Eiríkur Einarsson:

Herra forseti. Þetta frv. þykir mér að því leyti varhugavert, ef rétt er frá því skýrt, að þær fjárveitingar til símalagninga, sem hér er um að ræða til langs tíma, séu í ósamræmi við það, sem hægt er að gera til bóta með slíkum framkvæmdum. En hitt er það, að séu þær ráðstafanir, sem hér er gert ráð fyrir, eitt af því, sem gæti verið laðandi fyrir það fólk, sem eftir er í sveitum landsins, þá eru þær alls góðs maklegar, því að mín skoðun er sú, að það sé meira virði en 2½ millj. kr. að halda við því fólki, sem enn er eftir í sveitunum. Og það er vegna þess, að ég tel þetta frv. vera þannig vaxið, að ég hef ekki hugsað mér annað, en að vera því fylgjandi og segi því já.