25.04.1950
Efri deild: 93. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 359 í C-deild Alþingistíðinda. (3244)

60. mál, notendasímar í sveitum

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Milli umr. um málið var þess óskað, að hv. fjhn. afgreiddi það ekki endanlega fyrr, en hæstv. fjmrh. gæti verið viðstaddur umr. og sagt sína skoðun á því. Hv. form. n. hefur nú ekki gegnt þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að verða við þeirri ósk. Hv. 1. flm. þessa frv. hefur fullyrt það hér í umr., að samkomulag væri fengið fyrir því í hæstv. ríkisstj. að leggja til þessara mála 1½ millj. kr. af þeim 2½ millj., sem frv, gerir ráð fyrir, úr jafnvirðissjóðnum. En þetta er algerlega rangt hjá hv. þm. og hreinustu blekkingar. Grundvöllurinn, sem byggt hefur verið á með þessar framkvæmdir, eru því blekkingar einar. Af þessum ástæðum segi ég nei.