27.04.1950
Efri deild: 94. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í C-deild Alþingistíðinda. (3259)

60. mál, notendasímar í sveitum

Forseti (BSt) :

Mér hafa borizt þrjár skriflegar brtt. Fyrsta brtt. er frá 1. þm. N-M. (PZ) og er við skriflega brtt. frá hv. 11. landsk. (ÞÞ) við brtt. frá 1. þm. N-M., þess efnis, að aftan við till. bætist: Mennirnir starfi kauplaust. Hinar tvær eru frá hv. 4. þm. Reykv. (HG):.

„1. Við 1. gr. Í stað „2,5 millj.“ komi; eina milljón.

2. Við 2. gr. Greinin falli niður.“

Þessar brtt. eru of seint fram komnar og þar að auki skriflegar, og þarf því að leita tvöfaldra afbrigða fyrir þeim.