15.03.1950
Efri deild: 73. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 446 í C-deild Alþingistíðinda. (3321)

68. mál, almannatryggingar

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Ég er með engar ágizkanir um það, að ég tel menn með viti í Ed. Ég held, að allir séu með fullu viti og sumir yfir meðallag, m. a. hv. 11. landsk. Hins vegar er hugarflug hans býsna mikið, sbr. ummæli mín áður. Annars mun ég gera samanburð við frv., þegar hæstv. fjmrh. kemur á fætur. — Munum við hv. þm. Barð. eigi greiða atkv. á annan veg nú, en fyrr.

Ég skal þá varðandi brtt. n., 2. tölul., og einnig varðandi ummæli hv. þm. S-Þ. (KK) taka það fram, að hyggja mín er sú, að rökin fyrir henni, sbr. ummæli hv. þm. Barð., séu alveg eðlileg og sannfærandi. Við viðurkennum öll, að framfærsla og erfðaréttur hafi farið saman, og telja menn það eðlilegt. Framfærsluskyldan hefur verið talin eðlileg, nema um væri að ræða börn og foreldra. En erfðarétturinn er takmarkaður með l. frá Alþ. Í brtt. n. er ekki farið lengra en það, að erfðafjárskattur varðandi útarfa, sem eigi fellur ákveðinn arfur, skuli renna í varasjóð Tryggingastofnunar ríkisins. Fjárhæðin er áætluð 300 þús. kr. Kann þó að vera, að hún verði meiri eða minni. Þetta skiptir því eigi höfuðmáll. Vera kann, að síðar verði settar reglur um notkun þessa fjár. — Flv. þm. S-Þ. taldi hæstv. fjmrh. andvígan brtt. Ef svo er, þá er ég fús til að breyta henni, og þyrfti eigi að standa á því.

Hv. 11. landsk. gat þess, að ríkissjóður æli upp óskilgetnu börnin og eðlilegt væri því að ríkið hefði enga framfærsluskyldu á herðum sér. En ég veit eigi betur, en ríkisstjórnir hafi sýnt fulla viðleitni í þá átt, að þjóðir þær, sem hersetu höfðu hér á landi, endurgreiði hingað fé það, sem ríkissjóður hefur greitt vegna barna hermannanna. Ég skal ekki fullyrða, hve mikið hefur verið greitt þannig, en ég geri mér beztu vonir í því efni. Hins vegar hefur Tryggingastofnunin framfærslu allra annarra barna, föðurlausra hjónabandsbarna, óskilgetinna barna, munaðarlausra barna, og sá hópur er stærri, en hermannabörnin, sem ríkissjóður hefur greitt fyrir. Held ég því, þegar tillit er tekið til þessa, að þá sé eðlilegt, að þessi brtt. n., sem hún stendur einhuga að, verði samþ. hér.

Hv. 8. þm. Reykv. (RÞ) vék að brtt. hv. þm. Barð. á þskj. 331, þar sem lagt er til að gera fæðingarstyrkinn jafnan, og flytur brtt. við hana á þskj. 394, sem ég og hv. þm. Barð. höfum leyft okkur að bera fram brtt. við, á þskj. 428. Hv. þm. taldi, að yrði sú brtt. samþ., þá væri eigi verið að vinna að því að gera jafnan hlut þeirra, sem gr. ræðir um. Ég býst við, að þetta sé flókið mál í hugum manna, og skal rifja það dálítið upp fyrir þeim.

Skv. ákvæðum l. nú er enginn munur gerður á aðstöðu kvenna til fæðingarstyrks, hvorki ógiftra né giftra. Hið eina, sem hefur áhrif, er, hvort móðir hefur orðið fyrir vinnutjóni og tekjumissi. Skiptir þá engu máli, hvort konan er gift eða ógift, að öðru leyti en því, að eigi hún mann, sem hefur nægilega ríflegar tekjur, fellur réttur hennar niður til dagpeninga. Mismunurinn á dagpeningunum er því fólginn í eða fer eftir fæðingarstyrknum. Skv. brtt. hv. þm. Barð. á nú að fella þennan mun niður og greiða öllum mæðrum jafnt, án þess að gætt sé efnahags. Ef brtt. hv. 8. þm. Reykv. yrði samþ., þannig að allar ógiftar mæður, sem orðið hafa fyrir vinnutjóni og tekjumissi vegna barnsburðar, eigi að fá hærri fæðingarstyrk, en allar hinar — og það, án þess að gætt sé efnahags, hvort til sé endurkröfuréttur, sem kæmi til viðbótar fæðingarstyrknum, eða eigi, — þá væri með þessu verið að mismuna mæðrunum. Ef gift kona vinnur úti, fær hún ekki hærri styrk, en ógift kona á að fá hann, þó að Tryggingastofnunin leggi hann að vísu út í bili. Má því líta á þetta fé sem bráðabirgðalán, en ekki sem styrk. Öðru máli gegnir um móður, sem eigi feðrar barn sitt. Þá á Tryggingastofnunin engan rétt, þótt hún greiði með barninu. Í öðru lagi á gifta móðirin engan rétt heldur, en stúlkan, sem ekki feðrar barn sitt, á réttinn. — Hér er reyndar eigi um stóra upphæð að ræða. En þetta er óheppilegt fyrirkomulag. Er þá tvennt til: Á að halda gr. óbreyttri, hvort sem um tekjumissi er að ræða eða ekki, eða á eingöngu að greiða hærri styrk, þegar endurkröfuréttur er fyrir hendi?

Ég bið afsökunar á því, hversu langan tíma hefur tekið að ræða um þetta við 3. umr. Skal ég þá víkja að forminu.

Ég verð að líta svo á, að hér sé um venjulega brtt. að ræða frá hv. 8. þm. Reykv. (RÞ), þ. e., að eðlilegur gangur málsins sé sá, að fyrst sé borin upp til atkv. brtt. mín og hv. þm. Barð., en hún er brtt. við brtt. hv. 8. þm. Reykv., þar næst brtt. hennar við brtt. hv. þm. Barð. á þskj. 331, 3. tölul., en að lokum brtt. hans. Ég mun greiða atkv. móti brtt. hv. þm. Barð., ef brtt. á þskj. 394 væri borin upp síðar, en með brtt. hv. 8. þm. Reykv. Á hinn bóginn gæti ég greitt atkv. með brtt. hv. þm. Barð., ef brtt. mín og hans yrði samþ. og brtt. á þskj. 394 yrði borin upp áður, en greidd væru atkv. um brtt. hv. þm. Barð. á þskj. 331, 3. tölul. Og ég fæ ekki betur séð en að þingmenn eigi rétt á því að láta vilja sinn koma fram við atkvgr. En það er ekki hægt, ef brtt. hv. þm. Barð. er borin upp án þess að bera upp aðra brtt. á undan, sem er við hana. Og ég sé ekki, að hv. 8. þm. Reykv. sé neinum vanda bundinn með það, því að hv. þm. hefur lýst því yfir, að jafnvel þó að hún fengi þessa breyt. samþ. á brtt. hv. þm. Barð., þá mundi hún verða á móti henni, og við því er ekkert að segja. Hún kýs þá heldur þau ákvæði í þessu efni, sem nú eru í gildandi lögum, heldur en brtt. breytta. — Hv. þm. S-Þ. (KK) kvaðst yfirleitt vera fylgjandi brtt. hv. 7. landsk. þm. (FRV) á þskj. 397 og gerði nokkrar þeirra að umræðuefni. Ég drap á þær áður og skal reyna að stytta mál mitt. Hv. þm. tók fram viðvíkjandi fyrstu brtt. á þskj. 397, að hann væri þessum málum kunnugur sem maður verandi viðriðinn sveitarstjórnarmál, sem hv. 7. landsk. þm. einnig er. Ég get skilið, að mönnum, sem fást við sveitarstjórnarstörf, sé kærkomið að losna við skriffinnsku, sem fylgir endurkröfu og innheimtu barnalífeyris. En ég fæ ekki betur séð, en að meira sé úr þessu gert en ástæða er til, undir því fyrirkomulagi, sem nú er. Það kann að vera, að dæmi séu þess í Þingeyjarsýslu., að skrifuð séu sex bréf í sambandi við endurheimtu barnalífeyris, og hv. 7. landsk. þm. talaði um 10 bréf held ég í þessu sambandi. Þetta er líka hugsanlegt. En það er þá eitthvað sérstakt við þetta í einhverjum einstökum tilfellum, því að eftir þeim reglum, sem ég las hér upp og settar hafa verið af atvmrn., þá er sýslumanni í sjálfsvald sett, ef um það er að ræða, að bæði dvalarsveit móður og barns og innheimtusveit sé innan sama umdæmis. (KK: Ég var að tala um aðalreglu..) Þá velur sýslumaður um, hvort hann snýr sér fyrst til framfærslusveitar eða dvalarsveitar, og þá er venjulega farið fyrst í framfærslusveit með þetta, og því hygg ég, að rétt sé að tryggja þann rétt, sem dvalarsveit hefur samkv. l. til endurkröfu gagnvart ríkissjóði.

Það er rétt, sem hv. 7.landsk. þm. benti á, að í þeim tilfellum, þar sem mörg sveitarfélög eru samtímis að leita að framfærslusveit eins og sama barnsföður, þar er þetta meiri vinna en ef Tryggingastofnunin fær allar kröfurnar til sín, og það er það eina, sem ég get séð, sem ástæða væri til að breyta, frá þeirra sjónarmiði, sem óska breyt. En þetta væri ekki til að spara skriffinnsku, heldur að koma henni frá sveitarstjórnunum og yfir til Tryggingastofnunarinnar. Ég óttast, að það geti jafnvel farið svo, af því að þetta er komið í nokkuð viðunanlegt horf nú, — að skriffinnskan verði meiri í þessum efnum, en hún nú er, ef þessu er safnað öllu á einn stað, því að það er mjög orðum aukið, að þetta sé svo umfangsmikið sem látið er í veðri vaka. — Ég skal svo láta útrætt um þetta.

Það kann að vera rétt hjá hv. þm. S-Þ., að það sé ekki svo hættulegt fyrir Tryggingastofnun ríkisins að samþ. 2. tölul. brtt. á þskj. 397, af því að þar sé aðeins um heimild að ræða. En ég vil vekja athygli á því, að þessi lög eru í því formi yfirleitt, að hér er um heimildir að ræða, sem ætlazt er til, að séu notaðar, nema alveg sérstakar ástæður séu fyrir hendi, sem valdi því, að ákvæði l. séu ekki uppfyllt. Þess vegna mundi vera þess að vænta, og að eðlilegum hætti, að af flestum þeim samlögum og sveitarfélögum, sem hlut eiga að máli, verði þessi heimild notuð, ef ekki mæla sérstakar ástæður gegn því. Nú er það svo, að samkv. 92. gr. tryggingal., sem ekki er framkvæmd, er Tryggingastofnuninni heimilað að greiða hjúkrunarkostnað hjá samlögum að einhverju leyti. En til þess að bæta úr því, að þetta er ekki komið til framkvæmda, er heimildin tekin um sjúkradagpeninga giftra kvenna. Það er því ekki hægt að neita því, að ef hvort tveggja er heimilað, þá er lengra gengið í þessu efni ,en til hefur verið ætlazt af löggjafanum í upphafi. Og ég sé ekki heldur, að knýjandi nauðsyn sé fyrir hendi í þessum efnum. Að sjálfsögðu getur Tryggingastofnunin létt undir með sjúkrasamlögunum í þessu efni. En að vísa sveitarfélögum, við skulum segja bæjarstjórnum, öllum fyrst á Tryggingastofnunina, með heimild handa henni til þess að taka þátt í kostnaði við að greiða hjúkrunarkonum eða aðstoðarstúlkum, sem væru við starfsemi í þessu sambandi í bænum, teldi ég ákaflega varasamt. Þannig er ástatt hér í Reykjavík, að starfsemi Líknar, sem er heilsuverndarstöð hér í bænum, er haldið uppi af sjúkrasamlaginu, bæjarsjóði og ríkissjóði, sem leggja fram einn þriðja hluta hver aðili af því, sem þessi stofnun kostar. Þessi stofnun ræður svo stúlku og hjúkrunarkonu til starfa, til þess að ganga út um bæinn. Og svipað er hugsað fyrirkomulag á öllum þeim stöðum, þar sem slíkar stöðvar eiga að vera starfandi. Ég sé ekki ástæðu til að auka við löggjöfina í þessu sambandi, meðan heilsugæzlukafla tryggingal. er frestað, og meðfram er það, það sem hefur orðið til þess, að greiddir hafa verið dagpeningar til sjúkra kvenna. Væri það þá ætlun hv. þm. S-Þ., að starfsemi Líknar félli niður í þessu efni og að bæjarsjóður tæki þetta að sér upp á það að fá greitt tillag til þess frá Tryggingastofnun ríkisins, en að það yrðu greiddir sjúkradagpeningar til giftra kvenna eftir sem áður? Því að það fylgir ekkert um þetta hér í brtt. hv. 7. landsk. þm. Ég held, að hvorki sé rík þörf fyrir hendi í þessum efnum né heldur ástæða til þess, nema samtímis séu gerðar breyt. á l., að taka þetta ákvæði inn, sem sett er fram í 2. tölul. þessarar brtt. Það er satt, að hér er um heimild að ræða. En þessi lög eru heimildarlög, sem ætlazt er til, að séu notuð, nema sérstaklega standi á.

Um 4. brtt. á sama þskj., sem hv. þm. S-Þ. mælti einnig með, hef ég litlu við að bæta það, sem ég sagði hér í fyrri ræðu minni við þessa umr. Ef þessi brtt. væri samþ., er alveg horfið frá þeirri grundvallarreglu, sem lögð er í l., sem sé þeirri, að það skuli ekki vera byggt á mati í hverju einstöku tilfelli, hvort sveitarstjórnin greiði þetta eða ekki, heldur er gert ráð fyrir, að þeir, sem hafa svo lágar tekjur, að þeir ekki komast í skatt, skuli eiga rétt á því, að iðgjöldin séu greidd fyrir þá. Aðrir þurfa að sækja um þetta, og þá metur sveitarstjórn í hverju tilfelli, hvort ástæða sé til þess að verða við umsókninni. En þeir, sem svona tekjulágir eru, eiga réttinn á því, að iðgjöld þeirra séu greidd fyrir þá, ef þeir vilja nota hann. Nú er bezt að segja frá því, að fram til þessa hefur víðast hvar á landinu þessi gr. l. ekki valdið sveitarstjórnum neinum óþægindum og varla nokkrum óeðlilegum fjárútlátum. En hitt er rétt, að eins og tekjuframtölum hefur verið háttað, er kannske þörf á að búa hér betur um, en gert er einmitt í sambandi við það, sem hv. þm. S-Þ. drap á hér áðan, hvernig hagað er framtölum hjá sumu fólki, nefnilega unglingum, sem eru komnir yfir 16 ára aldur og dvelja á heimilum foreldra sinna — og hann bætti við bústýrum og kannske fleiru vistráðnu fólki. En ákvæði eru sett í brtt. n., sem ætlazt er til, að girði fyrir, að þetta verði misnotað. Nú er framkvæmd á þessu þannig, að þegar skattanefnd semur skattaskrá, þá er jafnframt tekin upp sérstök skrá yfir þá, sem annaðhvort ekki greiða skatt eða hafa svo litlar skattskyldar tekjur, að þeir komast undir ákvæði 109. gr. Og iðgjöld þessara manna getur umboðsmaður trygginganna innheimt hjá hlutaðeigandi sveitarsjóði, ef þessir menn ekki sjálfir greiða þau. — Nú er það einnig rétt, sem hv. þm. S-Þ. sagði, að þegar skattur er á lagður og framtöl prófuð, þá kemur fram, að ýmsir framteljendur eru alveg á takmörkunum með að lenda í skatti. Í þeim tilfellum skiptir sjálfur skatturinn engu máli, því að hann mundi verða svo lítil upphæð. En hins vegar skiptir það verulegu máli fyrir viðkomandi sveitarsjóð, hvort maðurinn öðlast rétt til þess að sveitarsjóður greiði iðgjald fyrir framteljandann eða ekki. Og ég veit, að á mörgum stöðum hefur þetta orðið til þess, að skattan. hafa gengið betur eftir því, að framtölin séu rétt heldur en áður var, einmitt til þess að girða fyrir, að á óréttmætan hátt kæmu byrðar á viðkomandi sveitarsjóði. Þó er sums staðar misbrestur á í þessu efni og þá sérstaklega fyrir það, að fæði, húsnæði og önnur slík fríðindi eru ekki rétt metin af skattan. Þess vegna er lagt til í brtt. n. við frv., að sveitarstjórnir geti skotið gerðum undirskattan. í þessu efni til yfirskattan., og fæ ég ekki betur séð, en að það sé eðlilegt. Hinn, sem er ekki á skattskrá og þess vegna hefur rétt til þess, að sveitarsjóður greiði fyrir hann iðgjald, hann hefur enga ástæðu til að áfrýja til yfirskattan. Og viðkomandi brtt. frá hv. 7. landsk. í þessu sambandi þá held ég, að rétt væri að sannreyna fyrst, hvort ekki næst æskilegur árangur í þessu sambandi með því að samþ. brtt., sem n. leggur til. Að hverfa frá ákveðinni, fastri venju í þessu efni finnst mér slæmt. Ef þessi 4. brtt. hv. 7. landsk. þm. er samþ., þá eiga þeir, sem vegna slysa, sjúkdóms, örorku, elli eða ómegðar hafa eigi haft tekjur, er nægi þeim til framfæris og skylduliði þeirra, að eiga rétt á því, að sveitarstjórn greiði fyrir þá iðgjöld. Væntanlega yrðu þeir þá, ef þetta væri samþ., að sækja um þetta, og svo yrðu sveitarstjórnir að meta, hvort um þessar ástæður væri að ræða. Ef atvinnuleysi veldur þessu, að framteljandi er svona tekjulágur, þá á viðkomandi aðili hins vegar eftir brtt. ekki að fá réttinn til þessarar undanþágu frá iðgjaldagreiðslu, heldur aðeins í þessum fernum tilfellum, sem þarna er um að ræða. Og ekki aðeins á sveitarstjórn, eftir brtt. hv. 7. landsk. þm., að meta, hvort þessi skilyrði eða tilfelli eru fyrir hendi, sjúkdómar, slys, örorka eða elli, heldur á hún líka að meta og hafa óbundnar hendur í þeim efnum, hvaða tekjur maðurinn þurfi að hafa, til þess að það nægi til framfæris honum og hans skylduliði. Í gildandi l. er viðmiðun í þessu efni, sem er lág að vísu, en ekki látin gilda tilviljun með handahófi hjá mismunandi sveitarstjórnum. Ég vil ekki mæla með því að svo stöddu, að þessi brtt.samþ., heldur brtt., sem af n. hefur verið borin fram við frv. Og ég held, að það sé rétt að vita, hvernig ákvæði brtt. n. reynast í framkvæmd í þessu efni, áður en horfið er frá því að hafa fasta viðmiðun í l. um þetta efni.

Um 5. brtt. hv. 7. landsk. þm. vil ég segja það, að ég mun greiða henni atkv. mitt, án þess að ég sé þó öruggur um, hvernig hún mundi reynast. Þetta er nokkuð flókið mál. Með þessu ákvæði er sveitarfélögum veittur réttur til skattálagningar eins og í gr. segir. Hann er óvenjulega hár. En ég sé ekki, að það sé til skaða.

Um 6. brtt. er ekki mikið að segja. Hún er, að mér virðist, eins konar eftirrekstur á forstjórann út af því að hafa ekki verið búinn að koma þessu verki í kring. Annars verður þetta gert, hvort sem brtt. er samþ. eða ekki.

Þá er það ekki fleira, sem ég hef um þessar brtt. að segja. En um 3. brtt. á þskj. 397 vil ég endurtaka það, sem ég sagði síðast, að það, sem mér finnst í raun og veru aðalatriðið í því sambandi, er ekki, hvort þessar framkvæmdir verða gerðar, heldur, hvort það á að létta skyldum til framkvæmda í þessum efnum af sveitarfélögum eða héruðum, sem ég tel, að á þeim hvíli, og þessar framkvæmdir verði færðar yfir á Tryggingastofnunina, sem samkv. l. er ekki ætlazt til, að hafi þetta með höndum eins og hér er gert ráð fyrir. Ég fæ ekki betur séð, ef sú stefna verður ofan á, en að þá væri alveg eðlilegt að halda áfram á sömu lund, þannig að ætlazt væri til þess, að Tryggingastofnunin byggði elliheimili, sjúkrastöðvar; heilsuverndarstöðvar og annað þessu líkt, því að það væri hliðstætt við þetta, sem hér er lagt til í 3. brtt. á þskj. 397 frá hv. 7. landsk. þm. Þetta var þaulrætt, þegar löggjöfin var undirbúin, og niðurstaðan varð sú, að ákveðið var að aðgreina fjárhagshlið trygginganna frá framkvæmdum í þessum efnum, þannig að annar aðili sæi um framkvæmdirnar, en svo mundi Tryggingastofnunin leggja sitt lið til þeirra, eftir vissum reglum.