02.05.1950
Efri deild: 99. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í C-deild Alþingistíðinda. (3389)

87. mál, endurgreiðsla tolla af tilbúnum timburhúsum

Frsm. 2. minni hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Ég vil taka fram, að ég var ekki að fara fram á það við hæstv. forseta, að hann frestaði umr., heldur að hann frestaði atkvgr. Úr því að hann bíður eftir hv. þm. Barð. (GJ) til þess að tala í öðru máli, virðist mér það ekki fjarri lagi, að hann vildi hinkra við, svo að hv. þm. gæfist tækifæri til að greiða atkvæði í öðru máli, sem hann virðist ekki hafa siður áhuga fyrir.