10.01.1950
Neðri deild: 26. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 130 í B-deild Alþingistíðinda. (339)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Sigurður Ágústsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins svara nokkrum orðum framítaki forseta sameinaðs þings, þar sem hann segir, að ég óski eftir frílistanum áfram til að geta svindlað á honum. Þetta eru ósæmileg orð frá hendi hæstv. forseta sameinaðs þings, að slengja því fram, að ég óski eftir frílistanum til þess að ég og aðrir útvegsmenn geti svindlað á honum. En þetta framítak hv. þm. sýnir einnig hug hans til útvegsmanna, að þeim sé ekki trúandi til annars, en svindla á frílistanum. Ég tel þessi ummæli mjög óviðeigandi í garð okkar útvegsmanna.