06.05.1950
Efri deild: 101. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 515 í C-deild Alþingistíðinda. (3418)

129. mál, kaup á ítökum

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Út af brtt. um nýja 1. gr. vildi ég segja það, að ég hjó eftir því hjá hv. frsm., að upptalningin á ítökum væri ekki tæmandi. Beini ég því til hv. n., hvort henni þyki rétt að hafa nokkra upptalningu, ef hún er ekki tæmandi. Það eru til ákveðnar reglur um það, hvað teljist til ítaka, og á að vera auðvelt að telja það upp. Ég vildi beina því til n. að rannsaka þetta til fulls, því að ef þessi skilgreining á að vera á annað borð, þá er það aðeins til hins verra, ef hún er ekki tæmandi.