06.05.1950
Efri deild: 101. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 515 í C-deild Alþingistíðinda. (3419)

129. mál, kaup á ítökum

Þorsteinn Þorsteinsson:

Mér er nú allmjög markaður bás af hæstv. forseta, þar sem hann var búinn að slíta umr., áður en ég kvaddi mér hljóðs, en vildi gera stutta grein fyrir atkv. mínu. Ég tel, að þetta frv. miði í rétta átt, en það er margbrotið og þarf lengri undirbúning, en hér hefur verið gerður. Frv. mun ekki ná fram á þessu þingi, og er rétt að athuga það rækilega fyrir næsta þing. Ég hef áskilið mér rétt til að bera fram brtt. og mun koma með þær síðar, en yfirleitt held ég að frv. miði til góðs, en tel, að það þurfi að betrumbæta það.