14.12.1949
Sameinað þing: 10. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í D-deild Alþingistíðinda. (3476)

25. mál, uppbætur á laun opinberra starfsmanna

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Þann 28. nóv. s. l. var vísað til hv. fjvn. till. til þál. á þskj. 29, um heimild fyrir ríkisstj. til þess að halda áfram að greiða uppbætur á laun opinberra starfsmanna, eins og verið hefur undanfarið. Þess var eindregið óskað af öllum flm. till., sem til máls tóku, að hv. n. hraðaði afgreiðslu till. sem mest, svo að Alþingi gæti tekið hana til afgreiðslu, áður en þm. færu heim í jólaleyfi. Ég vil nú leyfa mér að spyrja hv. form. fjvn., hvað afgreiðslu till. líði og hvort ekki megi vænta þess, að hv. n. skili áliti um hana svo snemma, að hún geti hlotið afgreiðslu fyrir jólaleyfi.